Innköllun Ionic-snjallúra af öryggisástæðum

2. mars 2022

Tilkynning til neytenda

Við höfum tilkynnt innköllun á Fitbit Ionic-snjallúrum sem fyrirtækið setti á markað árið 2017 og hætti framleiðslu á árið 2020. Rafhlaðan í Ionic-snjallúrinu getur ofhitnað og valdið eldhættu.

Heilsa og öryggi notenda Fitbit er ofar öllu öðru. Við grípum til þessara aðgerða með velferð notenda okkar í huga. Við munum bjóða eigendum Fitbit Ionic endurgreiðslu.

Þessi innköllun á eingöngu við um Fitbit Ionic-tæki. Hún nær ekki til annarra Fitbit-snjallúra eða -heilsuúra.

Ef þú átt Fitbit Ionic skaltu hætta að nota það.

Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að fá endurgreiðslu er að finna í endurgreiðslumiðstöðinni.

Frekari upplýsingar um þessa innköllun er að finna í algengum spurningum hér á eftir. Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum hér á eftir geturðu hringt í þjónustuverið. Smelltu hér til að finna símanúmerið fyrir þitt svæði.

Algengar spurningar notenda