Tilkynning til neytenda
Við höfum tilkynnt innköllun á Fitbit Ionic-snjallúrum sem fyrirtækið setti á markað árið 2017 og hætti framleiðslu á árið 2020. Rafhlaðan í Ionic-snjallúrinu getur ofhitnað og valdið eldhættu.
Heilsa og öryggi notenda Fitbit er ofar öllu öðru. Við grípum til þessara aðgerða með velferð notenda okkar í huga. Við munum bjóða eigendum Fitbit Ionic endurgreiðslu.
Þessi innköllun á eingöngu við um Fitbit Ionic-tæki. Hún nær ekki til annarra Fitbit-snjallúra eða -heilsuúra.
Ef þú átt Fitbit Ionic skaltu hætta að nota það.
Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að fá endurgreiðslu er að finna í endurgreiðslumiðstöðinni.
Frekari upplýsingar um þessa innköllun er að finna í algengum spurningum hér á eftir. Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum hér á eftir geturðu hringt í þjónustuverið. Smelltu hér til að finna símanúmerið fyrir þitt svæði.
Algengar spurningar notenda

Til að sækja um endurgreiðslu skaltu fara á skráningarsíðu okkar fyrir endurgreiðslu til að hefja endurgreiðsluferlið. Endurgreiðslan mun berast innan 3—6 vikna eftir að skráningarferlinu lýkur.
Ef þú ert með spurningar um Ionic skaltu hafa samband við okkur. Ef þú vilt spyrja um stöðu endurgreiðslunnar þinnar skaltu hafa samband við okkur.

Eftir ítarlega rannsókn komumst við að því að í einstaka tilfellum getur rafhlaðan í Ionic-snjallúrinu ofhitnað og skapað eldhættu. Öryggi þitt er ávallt í fyrirrúmi hjá okkur og við grípum til þessara aðgerða með velferð þína í huga. Við bjóðum eigendum Fitbit Ionic endurgreiðslu.

Þú ættir að hætta að nota Ionic-úrið þitt. Við hættum að framleiða Ionic árið 2020 og bjóðum ekki önnur Ionic-tæki í staðinn sem hluta af þessari innköllun. Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að fá endurgreiðslu eru á skráningarsíðu okkar vegna endurgreiðslu.
Ef þú ert með spurningar um Ionic skaltu hafa samband við okkur. Ef þú vilt spyrja um stöðu endurgreiðslunnar þinnar skaltu hafa samband við okkur.

Þessi innköllun hefur ekki áhrif á önnur Fitbit-snjallúr eða -heilsuúr.

Myndin hér að neðan gerir þér kleift að bera kennsl á Ionic. Ionic er með þrjá hnappa og LCD-litaskjá.
Þú finnur gerðarnúmerið FB503 aftan á Ionic, undir CE-merkingunni og fyrir neðan sylgjuna.
Til að sjá hvaða tæki er tengt við Fitbit-reikninginn þinn:
- Pikkaðu á flipann „Today“ (í dag)
og pikkaðu svo á prófílmyndina þína.
- Á síðunni Account (reikningur) skaltu fara yfir tækin sem tengd eru reikningnum þínum.

Eftir ítarlega rannsókn komumst við að því að í einstaka tilfellum getur rafhlaðan í Ionic-snjallúrinu ofhitnað og skapað eldhættu.
Þessi innköllun hefur ekki áhrif á önnur Fitbit-snjallúr eða -heilsuúr.

Við bjóðum eigendum Fitbit Ionic endurgreiðslu. Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að fá endurgreiðslu eru á skráningarsíðu okkar vegna endurgreiðslu. Besta leiðin til að kaupa annað tæki í staðinn er að nota endurgreiðsluna í verslun fitbit.com eða hjá söluaðila Fitbit á þínu svæði. Þú getur skoðað úrval Fitbit-heilsuúra og -snjallúra og valið það sem hentar þér best.

Þú ættir að hætta að nota Ionic-úrið þitt. Við hættum að framleiða Ionic árið 2020 og bjóðum ekki önnur Ionic-tæki í staðinn sem hluta af þessari innköllun. Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að fá endurgreiðslu eru á skráningarsíðu okkar vegna endurgreiðslu.

Við bjóðum eigendum Fitbit Ionic endurgreiðslu. Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að fá endurgreiðslu eru á skráningarsíðu okkar vegna endurgreiðslu.

Við bjóðum öllum eigendum Fitbit Ionic endurgreiðslu sem nemur 299 USD. Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að fá endurgreiðslu eru á skráningarsíðu okkar vegna endurgreiðslu.

Ef þú þarft hjálp með reikninginn þinn skaltu hafa samband við okkur.

Já. Notendur Ionic, þar með talið óvirkir notendur, eiga rétt á endurgreiðslu. Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að fá endurgreiðslu eru á skráningarsíðu okkar vegna endurgreiðslu.

Á fitbit.com eða hjá næsta söluaðila Fitbit færðu upplýsingar um úrval Fitbit-heilsuúra og snjallúra til að geta valið það sem hentar þér best úr þeim mörgu valkostum sem bjóðast. Þú getur líka tekið könnunina okkar til að finna bestu vöruna fyrir þig!

Þurrkaðu út af tækinu til að fjarlægja forrit, geymd gögn, persónuupplýsingar, kredit- og debetkort. Sjá leiðbeiningar í Hvernig þurrka ég út af Fitbit-tækinu mínu?

Fitbit-gögnin þín tengjast áfram Fitbit-reikningnum þínum. Eftir að slökkt er á samstillingu tækisins verða ný gögn úr tækinu ekki samstillt við reikninginn. Ef þú vilt eyða Fitbit-reikningnum þínum skaltu skoða Hvernig eyði ég Fitbit-reikningnum mínum?

Ef þú ert með spurningar um Ionic skaltu hafa samband við okkur. Ef þú vilt spyrja um stöðu endurgreiðslunnar þinnar skaltu hafa samband við okkur.

Lítið hlutfall fólks kann að upplifa ertingu við snertingu við tiltekin efni, þrátt fyrir viðleitni okkar til að koma í veg fyrir það. Slík erting er yfirleitt tilkomin vegna exems, ofnæmis eða annars húðnæmis, sem getur versnað þegar ertandi efni eins og sviti eða sápa festast undir úrinu og erta húðina. Þessi innköllun tengist ekki húðertingu. Ef þú ert að nota Fitbit-tæki og finnur fyrir húðertingu skaltu skoða leiðbeiningarnar okkar um notkun og umhirðu. Ef húðertingin lagast ekki skaltu hafa samband við okkur.

Hringdu í sérstakt símanúmer okkar varðandi spurningar um innköllun Ionic.
- Bandaríkin: +1 888 925 1764
- Ástralía: +61 1300 998 704
- Austurríki: +43 810206793
- Belgía: 3280054367
- Frakkland: 33805080080
- Þýskaland: +49 8003638451
- Hong Kong: +852 30711249
- Ítalía: +39 800906903
- Japan: +818003332509
- Kórea: +82808221690
- Holland: +31208081244
- Nýja-Sjáland: +64 800 461 292
- Singapúr: +65 1 800 407 5038
- Spánn: +34911231360
- Svíþjóð: +4620881379
- Sviss: +41 225000001
- Taívan: +886 277047767
- Bretland: +44 808 164 9035
- Alþjóðlegt númer (gjöld kunna að verða innheimt):
- 1 213-328-5250
- +44 20 4571 8386
Skoðaðu samskiptavalkostina á samskiptasíðunni okkar ef þú býrð á öðru svæði eða vilt hafa samband við okkur í spjalli.